Skip to content

Stjórn SAF starfsárið 2024-2025

Rannveig Grétarsdóttir, Björn Ragnarsson, Erna Dís Ingólfsdóttir, Pétur Óskarsson, Nadine Guðrún Yaghi, Helgi Már Björgvinsson, Ragnhildur Ágústsdóttir.

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára á aðalfundi 2024, þau Björn Ragnarsson (Icelandia), Erna Dís Ingólfsdóttir (Íslandshótel) og Ragnhildur Ágústsdóttir (Lava Show). Varamenn voru kjörin Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir (Midgard) og Sævar Guðjónsson (Ferðaþjónustan Mjóeyri).  

Stjórn SAF starfsárið 2023-2024 var því svo skipuð:
Pétur Óskarsson formaður (Katla DMI)
Björn Ragnarsson (Icelandia)
Helgi Már Björgvinsson (Icelandair)
Nadine Guðrún Yaghi (Play)
Ragnhildur Ágústsdóttir, (Lava Show)
Rannveig Grétarsdóttir (Elding)
Erna Dís Ingólfsdóttir (Íslandshótel)

Stjórn SAF hélt 11 formlega fundi á starfsárinu en auk þeirra var nokkur fjöldi óformlegra funda, og stjórnarmeðlimir sóttu einnig fjölda funda á vegum SAF og SA varðandi vinnumarkaðsmál og önnur viðfangsefni samtakanna. Í aðdraganda aðalfundar 2025 tók Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard, sæti í stjórn SAF í stað Björns Ragnarssonar, forstjóra Icelandia, sem þá hafði setið í stjórn samtakanna í 6 ár.  Samkvæmt lögum SAF getur stjórnarmaður að hámarki setið í stjórn samtakanna í 6 ár samfellt. Hildur situr í stjórn SAF fram að aðalfundi árið 2026.

Aðalfundur SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 21. mars 2024, en fundinn sóttu um 120 fulltrúar aðildarfyrirtækja samtakanna.

Fagfundir SAF voru haldnir að morgni sama dags í aðdraganda aðalfundar. Þar var farið yfir starfsárið og þær áskoranir sem framundan voru ásamt kosningum nefndarfulltrúa fyrir starfsárið 2023-2024. 

Pétur Óskarsson var kjörinn formaður SAF, en Bjarnheiður Hallsdóttir lét af störfum. Þrír fulltrúar voru kjörnir í stjórn SAF til tveggja ára en engar breytingar voru gerðar á lögum samtakanna. 

Smelltu á takkann hér að neðan til að nálgast upplýsingar um aðalfund 2024 og gögn af fundinum.

Nefndastarf byggir undir öflugt rekstrarumhverfi

Að venju mæðir töluvert á fagnefndum SAF á starfsárinu. Haldnir voru yfir 80 nefndafundir auk nokkurra netfunda. Einnig stóðu nokkrar nefndir fyrir vel sóttum félagsfundum og notendafundum um sín málefni, þar á meðal Haustfundui og Hotel Camp. Málefni nefndanna byggjast á því að skapa tryggt resktrarumhverfi með aukna framleiðni að leiðarljósi

Meðal mála til umfjöllunar í nefndastarfinu má nefna aðgengis og álagsstýringu, skattaumhverfi,  markaðssetning á áfangastaðnum Ísland, öryggismál,  viðbrögð við jarðhræringum, orkuskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja, sjálfvirkni, samskipti við stofnanir o.fl. Nefndirnar áttu notendafundi með opinberum stofnunum s.s.  Samgöngustofu, Vegagerð, Faxaflóahöfnum og Isavia. Fundirnir mæltust vel fyrir og er ætlunin að endurtaka þá á næsta starfsári. 

GISTISTAÐANEFND

Agnes Rut Árnadóttir  Íslandshótel
Friðrik Árnason  Hótel Bláfell Breiðdalsvík
Ívar Sindri Karvelsson  Courtyard by Marriot
Ólöf Guðmundsdóttir  Berjaya Iceland Hotels
Sölvi Melax  Heimaleiga

Varamenn
Sigurður Ingimarsson  Sonata Hotel

HÓPBIFREIÐANEFND

Eðvarð Þór Williamson  GJ Travel
Gunnar M. Guðmundsson  SBA-Norðurleið
Hlynur Snæland  Snæland Grímsson
Rúnar Garðarsson  Reykjavík Sightseeing
Sigurður Reynisson  Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar

Varamenn
Sævar Baldursson  Bus4U Iceland

SIGLINGANEFND

Ásta María Marínósdóttir  Special Tours
Rúnar Karlsson  Borea Adventures
Sara Sigmundsdóttir  Akureyri Whale Watching
Stefán Guðmundsson  Gentle Giants
Sveinn Grétarsson  Elding Hvalaskoðun

Varamenn
Eyþór Þórðarson  Ribsafari
Svanur Þór Sveinsson  Seatrips

Fagnefndir SAF

AFÞREYINGARNEFND

Elín Sigurveig Sigurðardóttir  Icelandia
Guðlaugur Kristmundsson  FlyOver Iceland
Guðmundur Þór Birgisson  Jarðböðin
Haukur Herbertsson  Mountaineers of Iceland
Sandra Ýr Dungal  Sena DMC & PCO

Varamenn
Aðalheiður Guðmundsdóttir  Travel East
Birta Ísólfsdóttir  Arctic Adventures

BÍLALEIGUNEFND

Benedikt Helgason  Go Campers
Pálmi Viðar Snorrason  Höldur/Bílaleiga Akureyra
Ingi Heiðar Bergþórsson  Hertz/Bílaleiga Flugleiða
Sævar Sævarsson  Blue Car Rental
Þorsteinn Þorgeirsson  ALP/AVIS

Varamenn
Anton Smári Rúnarsson  Brimborg
Ásgeir Elvar Garðarsson  Bílaleigan Geysir

FLUGNEFND

Friðgeir Guðjónsson  Reykjavík Helicopters
Haukur Reynisson  Icelandair
Leifur Hallgrímsson  Mýflug
Margrét Hrefna Pétursdóttir  Play
Viðar Jökull Björnsson  ISAVIA

FERÐASKRIFSTOFUNEFND

Inga Dís Richter  Icelandia
Ingólfur Helgi Héðinsson  Kilroy Iceland
Helgi Eysteinsson  Travel Connect
Stefán Gunnarsson  GJ Travel
Þórður Sigurðsson, GoNorth

Varamenn
Árný Bergsdóttir, Gray Line

VEITINGANEFND

Arnar Laxdal Jóhannsson  Sker Restaurant
Bragi Skaptason  10 Sopar
Friðgeir Ingi Eiríksson  Eiríksson Brasserie
Ólafur Kristjánsson  Oli & Co
Þorbergur Helgi Sæþórsson  Íslandshótel

Varamenn
Guðjón Ebbi Guðjónsson  Teni Restaurant

Starfsfólk SAF

Við upphaf aðalfundar 2025 störfuðu sjö manns á skrifstofu SAF; framkvæmdastjóri, þrír verkefnastjórar, upplýsingafulltrúi, lögfræðingur og hagfræðingur, öll í fullu starfi.